Fáein orð um

Þjónustuna

Þjónusta

Hvað þarf að leysa?

Tökum að okkur alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri ásamt því að sinna ráðgjöf og kennslu.

Bókhald

Er bókhaldið hausverkur?

Tökum að okkur alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri, húsfélög og félagasamtök.
Klæðskerasníðum aðstoð eftir þörfum og vilja hvers og eins og kennum rekstraraðilum tökin við að sinna hluta bókhaldsvinnunnar sjálfum, sé þess óskað.

Innleiðing

Hverjar eru þínar þarfir?

Við aðstoðum við þarfagreiningu rekstursins þegar kemur að bókhaldi. Bjóðum upp á aðstoð við val á kerfum, skipulagningu á fyrirkomulagi bókhaldsvinnunnar, innleiðingu ferla og skjölun bókhaldsgagna sem í dag eru að mestu geymd rafrænt.

Rekstur

Hvar á ég að byrja?

Hyggur þú á rekstur á eigin kennitölu eða stofnun fyrirtækis? Við getum aðstoðað við stofnun fyrirtækis, stofna vsk númer, skrá á launagreiðendaskrá og annað er lýtur að umsóknum og gagnaskilum til opinberra aðila.

Launavinnslur

Að mörgu er að huga þegar greiða á út laun

Sjáum um allt sem viðkemur launaútreikningum, útreikningi launa, innsendingu skilagreina og almennt utanumhald eftir þörfum hvers og eins. Árleg skil launamiða til Ríkisskattstjóra ásamt vöktun á breytingum skatta og launatengdra gjalda.

Kennsla

Mér finnst þetta allt svo flókið?

Kjósi rekstraraðili að færa bókhaldið sjálfur komum við sterk inn til að leiðbeina og kenna. Huga þarf vel að þeim skyldum sem fylgja því að færa bókhald, lögum og reglum þar að lútandi. Rétt fært bókhald er ómetanlegt tól  fyrir rekstraraðila til að leggja mat á stöðuna og fá  aukna innsýn í eigin rekstur.

Uppgjör og skattskil

Við uppskerum eins og við sáum

Tökum að okkur uppgjör og skattskil fyrir einstaklinga í atvinnurekstri sem og smárra og meðalstórra fyrirtækja. Sé bókhaldsvinnan rétt innt af hendi verður uppgjörið leikur einn og lýsir stöðu félagsins eins og best verður á kosið.

Scroll to Top