Fáein orð
Um Reksturinn
Reksturinn - Með þér í liði
Alhliða bókhaldsþjónusta, ráðgjöf og kennsla
Minnkaðu yfirbygginguna og leyfðu okkur að aðstoða við daglegan rekstur.
Aðstoð til fyrirtækja og einstaklinga í rekstri við að koma lagi á bókhaldsmálin og hjálpa viðskiptavinum að skilja helstu reglur og tilgang bókhaldsins.
Klæðskerasniðin aðstoð eftir þörfum og kennsla við að læra að sinna hluta bókhaldsvinnunnar sjálfir, sé þess óskað.
Skipulagning á fyrirkomulagi bókhaldsvinnunnar og utanumhaldi utan um gögn, sem þó eru að mestu leyti orðin rafræn. Staðsetning viðskiptavinar skiptir æ minna máli í skýjaveröldinni þar sem gögn fara manna og kerfa á milli með rafrænum hætti.
Að hafa bókhaldið rétt fært hjálpar rekstraraðila að meta stöðuna hverju sinni og fá aukna innsýn í eigin rekstur. Rétt færsla bókhalds í viðurkennt bókhaldskerfi veitir hugarró og einfaldar uppgjörsvinnu í lok árs.
Viðurkenndur bókari
Hildur Hrólfsdóttir
Af því að ég elska bókhald tók ég próf til Viðurkennds bókara árið 2019 eftir að hafa unnið við bókhald frá árinu 1997.
Er meðlimur í Félagi viðurkenndra bókara og sæki reglulega námskeið til að viðhalda þekkingu minni og afla mér nýrrar.
Veiti alhliða bókhaldsþjónustu, skil á vsk skýrslum, launakeyrslur, kennslu á bókhaldskerfi, aðstoð við innleiðingu bókhalds-/upplýsingakerfa og framtals- og ársreikningaskil minni fyrirtækja og einstaklinga í rekstri.